Skráning uppfærð

Takk fyrir.

Föstudagur, 8. september

07:30


Afhending ráðstefnugagna

Þjónustu- og upplýsingaborð 2. hæð

Þjónustuborð opnar á 2. hæð klukkan 7:30 og verður opið allan daginn en þar færð þú öll ráðstefnugögn.

Aðalfyrirlesari

Afhending ráðstefnugagna

07.30 - 08.30

2. hæð

Þjónustu- og upplýsingaborð 2. hæð

Þjónustuborð Haustráðstefnunnar verður opið allan daginn frá kl. 07:30 og þar geta gestir nálgast öll ráðstefnugögn.

08:30


Setning Haustráðstefnu Advania 2017

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

Ægir Már Þórisson setur Haustráðstefnu Advania og býður gesti velkomna.

Aðalfyrirlesari

Setning Haustráðstefnu Advania 2017

08.30 - 08.35

Eldborg

Ægir Már Þórisson

forstjóri Advania á Íslandi

Ægir Már Þórisson setur Haustráðstefnu Advania og býður gesti velkomna.

08:35


Google og framtíð menntunar

Á ENSKU

Jaime Casap, Google

Jaime Casap frá Google heldur erindi um framtíð menntamála og sýn Google á nýustu tækni í menntageiranum.

Aðalfyrirlesari

Google og framtíð menntunar

08.35 - 09.00

Eldborg

Jaime Casap

Google

Eftir því sem heimurinn verður tengdari, verður hann einnig flóknari. Við lifum og hrærumst á hnattrænum skala og verkefni okkar í menntamálum er að ganga úr skugga um að námsmenn þrói með sér þekkingu og færni til að þrífast sem best í þessu nýja umhverfi. Við erum að búa fólk undir að leysa hnattræn vandamál sem við höfum ekki skilgreint ennþá, notandi tækni sem hefur ekki enn verið þróuð, í hlutverkum sem eru ekki enn til. Til að dafna á þessum breytilegu tímum þurfa nemendur að læra að læra, leysa vandamál, breyta og bæta, skapa, vinna saman, eiga samskipti og ástunda gagnrýna hugsun. Það sem menntavísindin þarfnast mest er menning sem styður nýsköpun og endurbætur. Þannig byggjast upp ný, tæknilegri menntakerfi sem miðast að námsferlum einstaklinga.

09:00


Stærsti tæknisamruni heims: hvað er framundan

Á ENSKU

Dell Technologies

Með samruna Dell og EMC varð til stærsta tæknifyrirtæki heims í einkaeigu. Hvaða tækfæri hafa orðið til og hvernig mun sameinað fyrirtæki breyta heiminum?

Aðalfyrirlesari

Stærsti tæknisamruni heims: hvað er framundan

09.00 - 09.30

Eldborg

Dell Technologies

Með samruna Dell og EMC varð til stærsta tæknifyrirtæki heims í einkaeigu. Hvaða tækfæri hafa orðið til og hvernig mun sameinað fyrirtæki breyta heiminum?

09:30


Framtíðin er núna!

Á ENSKU

Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air

Í þessu erindi fá gestir áhugaverða innsýn í viðskiptaumhverfið á Íslandi í dag, með sérstaka áherslu á flugrekstrariðnaðinn.

Aðalfyrirlesari

Framtíðin er núna!

09.30 - 10.00

Eldborg

Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air

Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air segir frá reynslu sinni af viðskiptalífinu og sviptingum í íslensku flugrekstrarumhverfi

10:00


Kaffihlé

Aðalfyrirlesari

Kaffihlé

10.00 - 10.30

2. hæð

Kaffihlé

10:30


Rekstrargreind: Hagnýt notkun gervigreindar til að bylta rekstri og þjónustu

Stefán Baxter, Activity Stream

Gífurlegt magn gagna gerir greiningarvinnu sífellt flóknari en Rekstrargreind býður upp á nýja möguleika sem einfalda skynsama gagnavinnslu.

Nýsköpun

Rekstrargreind: Hagnýt notkun gervigreindar til að bylta rekstri og þjónustu

10.30 - 10.55

Silfurberg B

Stefán Baxter

Activity Stream

Ég mæti

Það er fátt sem gerist í rekstri nútímafyrirtækja án þess að til verði merki um það í hinum ýmsu rekstrarkerfum. Það hefur einnig aldrei verið erfiðara að búa til heildarmynd úr þeim gögnum sem í sífellu þarf að greina til að skilja hvað er að gerast og hvort bregðast þurfi við. Oft tapast mikill tími og gögn við það að útbúa einsleita sýn (single version of the truth) á rekstrargögn. Tíminn sem tapast er tími sem annars gæti verið hægt að nýta til verðmætaskapandi aðgerða. Með því að nota rekstrargreind getur þú öðlast skilning á því sem er að gerast og jafnvel komið auga á aðra mikilvæga þætti sem þú veist ekki af.

Þróun bankaþjónustu framtíðarinnar

Tómas Ingason, Arion Banki

Fjallað verður um reynslu Arion Banka af notkun nýrrar aðferðafræði við þróun stafrænna lausna, og helstu áskoranir og tækifæri sem henni fylgja.

Stjórnun

Þróun bankaþjónustu framtíðarinnar

10.30 - 10.55

Silfurberg A

Tómas Ingason

Arion Banki

Ég mæti

Mikil tækifæri eru fólgin í sjálfvirknivæðingu, auknu aðgengi og þægilegri upplifun af fjármálaþjónustu. Hröð tækniþróun og stóraukin samkeppni gerir miklar kröfur til fjármálafyrirtækja um að vera snögg með nýjungar á markað. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um reynslu Arion banka af notkun nýrrar aðferðafræði við þróun stafrænna lausna, helstu áskoranir sem henni fylgja og tækifærin sem felast í bættu aðgengi í gegnum þjónustulag samstarfsaðila. Sagt verður frá raundæmum af innleiðingu nýjunga, t.a.m. sjálfvirks greiðslumats og móttöku nýrra fyrirtækja í viðskipti.

Er fyrirtækið þitt öruggt til framtíðar?

Á ENSKU

TBA, Trend Micro

Öryggislausna-risinn Trend Micro hefur kynnt næstu kynslóð öryggislausna sem hjálpar þér að takast á við allar helstu ógnir sem steðja að þínu fyrirtæki, í dag...

Tækni & öryggi

Er fyrirtækið þitt öruggt til framtíðar?

10.30 - 10.55

Norðurljós

TBA

Trend Micro

Ég mæti

Öryggislausna-risinn Trend Micro hefur kynnt næstu kynslóð öryggislausna sem hjálpar þér að takast á við allar helstu ógnir sem steðja að þínu fyrirtæki, í dag og í framtíðinni.

Framtíðin í heimi Dell

Á ENSKU

TBA, Dell

Þróun

Framtíðin í heimi Dell

10.30 - 10.55

Kaldalón

TBA

Dell

Ég mæti

TBA

11:05


Tækni sem kemur í veg fyrir einangrun og einmanaleika

Á ENSKU

No Isolation, No Isolation

No Isolation er norskt fyrirtæki sem þróar lausnir í þeim tilgangi að útrýma félagslegri einangrun og einmanaleika.

Nýsköpun

Tækni sem kemur í veg fyrir einangrun og einmanaleika

11.05 - 11.30

Silfurberg B

No Isolation

No Isolation

Ég mæti

No Isolation er norskt fyrirtæki sem stofnað var árið 2015 með það meginmarkmið að berjast gegn félagslegri einangrun og útrýma einmanaleika. Fyrirtækið þróar lausnir sem færir fólk, einkum börn og unglinga, nær hvor öðru og gerir þeim kleift að eiga samskipti á nýstárlegan hátt.

Útvistun upplýsingatækni hjá Eimskip

Kristján Þór Hallbjörnsson, Eimskip

Kristján Þór, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Eimskip, ætlar að fjalla um vegferð fyrirtækisins við úthýsingu upplýsingatækniumhverfisins, áskoranirnar og si...

Stjórnun

Útvistun upplýsingatækni hjá Eimskip

11.05 - 11.30

Silfurberg A

Kristján Þór Hallbjörnsson

Eimskip

Ég mæti

Eimskip hefur unnið að úthýsingu á upplýsingatækniumhverfi sínu um árabil og er sífellt að þróa þann hluta áfram með það að markmið að auka skilvirkni og færa viðskiptavinum sínum aukin ávinning. Kristján Þór er forstöðumaður upplýsingatækni hjá Eimskip og hann ætlar að fjalla um vegferð fyrirtækisins, áskoranir og sigra.

Betri og skilvirkari samskipti í heildstæðri lausn

Á ENSKU

Salesforce, Salesforce

Salesforce er ekki bara ein vara, heldur heildstæð lausn sem hjálpar þér að halda utan um öll samskipti þín við viðskiptavini og verðandi viðskiptavini.

Tækni & öryggi

Betri og skilvirkari samskipti í heildstæðri lausn

11.05 - 11.30

Norðurljós

Salesforce

Salesforce

Ég mæti

Salesforce er ekki bara ein vara, heldur heildstæð lausn sem hjálpar þér að halda utan um öll samskipti þín við viðskiptavini og verðandi viðskiptavini.

TBA

Á ENSKU

TBA, TBA

Þróun

TBA

11.05 - 11.30

Kaldalón

TBA

TBA

Ég mæti

TBA

11:40


Drekinn taminn og prinsessunni fórnað

Á ENSKU

Einar Gústafsson, GetLocal

Spennandi ævintýri um leyndarmál árangursríkrar vörustjórnunar, sneisafullt af drekum, galdrakörlum og risum.

Nýsköpun

Drekinn taminn og prinsessunni fórnað

11.40 - 12.05

Silfurberg B

Einar Gústafsson

GetLocal

Ég mæti

Í þessu nútímaævintýri liggur leið okkar um dimmar hættuslóðir þar sem þeir sem setja sér óskýr markmið eru líklegir til að lenda í sjálfheldu. Í þessari sögu komum við til með að rekast á marga mismunandi hlutaðeigandi aðila s.s. óþolinmóða þorpsbúa, öskrandi álfa, reiða risa og pirraða galdrakarla á meðan við reynum að ná lokamarkmiðinu sem er að temja drekann og fórna prinsessunni. Sagan snýst öll um að ná stjórn á útistandandi verkefnunum, byggja skynsamlega áætlun, vinna farsællega með réttum aðilum og að halda yfirmanninum ánægðum.

Ný persónuverndarlöggjöf: 259 dagar til stefnu!

Alma Tryggvadóttir, Landsbankinn

Hvernig er persónuvernd og friðhelgi einkalífs smíðuð inn í menningu, verkferla og rekstur fyrirtækja? Hvernig er unnt að tryggja einstaklingum persónuvernd en...

Stjórnun

Ný persónuverndarlöggjöf: 259 dagar til stefnu!

11.40 - 12.05

Silfurberg A

Alma Tryggvadóttir

Landsbankinn

Ég mæti

Fyrirtæki og stofnanir eru í óða önn að undirbúa sig fyrir nýja persónuverndarlöggjöf sem kemur til framkvæmda um mitt ár 2018. Nýjar skyldur fyrirtækja og aukin réttindi einstaklinga liggja ljós fyrir og framundan er aðlögunarferli sem ljúka þarf á 259 dögum. Hvernig er persónuvernd og friðhelgi einkalífs smíðuð inn í menningu, verkferla og rekstur fyrirtækja? Hvernig er unnt að tryggja einstaklingum persónuvernd en jafnframt tryggja hagræði í rekstri og arðsemi? Greint verður frá því hvernig Landsbankinn er að undirbúa og aðlaga starfsemi sína að hinu breytta landslagi í persónuverndarmálum.

Hvernig mun IoT breyta skýjaumhverfinu?

Á ENSKU

Colin I'Anson, HPE

Fjallað verður um áhrif IoT á stöðu skýjaumhverfa og hverskonar umhverfi þarf að búa til að mæta hina mikla gagnamagni sem fylgir netvæðingu hlutanna.

Tækni & öryggi

Hvernig mun IoT breyta skýjaumhverfinu?

11.40 - 12.05

Norðurljós

Colin I'Anson

HPE

Ég mæti

Netvæðing hlutanna (IoT) er í örum vexti og öllum þessum græjum fylgir gríðarlega mikið magn gagna, sem í dag er í mörgum tilfellum halað upp í ský. Sérfræðingar telja að þessir hlutir þurfi í auknum mæli að geta unnið sjálfir úr gögnum í stað þess að öllum gögnum sé halað upp í ský og að unnið sé úr þeim þar. Hvaða áhrif mun IoT hafa á stöðu skýjaumhverfa? Hverskonar umhverfi þarf að búa til að mæta öllum þessum gögnum og úrvinnslu? Colin I'Anson hjá HPE er sérfræðingur í málinu og það verður spennandi að heyra hvað hann hefur um málið að segja.

Hjálpum fólki að vinna saman

TBA, Nintex

Nintex

Þróun

Hjálpum fólki að vinna saman

11.40 - 12.05

Kaldalón

TBA

Nintex

Ég mæti

Nintex framleiðir hugbúnaðarlausnir sem auka sjálfvirkni ferla og ýta undir einfaldara og skilvirkara samstarf.

12:05


Hádegisverður

Aðalfyrirlesari

Hádegisverður

12.05 - 13.00

2. hæð

Hádegisverður

13:00


TBA

TBA, TBA

Nýsköpun

TBA

13.00 - 13.25

Silfurberg B

TBA

TBA

Ég mæti

TBA

Öryggi í viðskiptum - er hægt að treysta samstarfsaðilum?

Á ENSKU

Stephen Mowll, RSA

Hefðbundin áhættumöt varpa einungis ljósi á hluta áhættunar sem felst í samstarfi við nýja aðila. Nýjar aðferðir og annars konar greiningar geta hjálpað þér að...

Stjórnun

Öryggi í viðskiptum - er hægt að treysta samstarfsaðilum?

13.00 - 13.25

Silfurberg A

Stephen Mowll

RSA

Ég mæti

Áhættumat á nýjum samstarfsaðila fer í mörgum tilfellum fram með þeim hætti að framkvæmd er úttekt, eða með útfyllingu einhverskonar eyðublaðs, en þessar aðferðir varpa einungis ljósi á hluta áhættunnar. Í þessu erindi verður kafað dýpra og fjallað um áhættuna sem getur skapast vegna aðgangsheimilda nýs þjónustuaðila, hegðunar hans og samskipta við eigin þjónustuaðila. Einnig verður farið yfir aðferðir sem hjálpa þér að skilja og verjast áhættu þriðja aðila.

Blockchain fyrir stjórnvöld og stórfyrirtæki

Á ENSKU

TBA, Bitfury

Blockchain-tækni í heimi opinberra aðila og stórfyrirtækja

Tækni & öryggi

Blockchain fyrir stjórnvöld og stórfyrirtæki

13.00 - 13.25

Norðurljós

TBA

Bitfury

Ég mæti

BitFury hefur unnið fjölda Blockchain-verkefna í samstarfi við opinbera aðila og stórfyrirtæki um heim allan og við fáum að skyggnast á bakvið tjöldin á þessari mögnuðu tækni.

Kerfin þín frá sjónarhóli hakkarans

Á ENSKU

TBA, Qualys

Qualys

Þróun

Kerfin þín frá sjónarhóli hakkarans

13.00 - 13.25

Kaldalón

TBA

Qualys

Ég mæti

Qualys hefur þróað lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að greina innviði sína og koma auga á veikleika. Um er að ræða skalanlega lausn sem hentar stórum fyrirtækjum og smáum.

13:40


Stafrænt ferðalag

Á ENSKU

Jón Heiðar, Iceland Travel

Farið verður yfir stafræna vegferð Iceland Travel sem m.a. hefur lagt áherslu á kortlagningu ferðalagsins, hagnýtingu CRM hugbúnaðar, og notkun gervigreindar í...

Nýsköpun

Stafrænt ferðalag

13.40 - 14.05

Silfurberg B

Jón Heiðar

Iceland Travel

Ég mæti

Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum en greinin stendur frammi fyrir mörgum áskorunum. Þar má nefna gengisþróun íslensku krónunnar, óblíð náttúruöfl og harða samkeppni. Í þessum fyrirlestri er stafræn vegferð Iceland Travel rakin með áherslu á kortlagningu upplifun ferðalagsins, app þróun og hagnýtingu CRM hugbúnaðar, notkun gervigreindar í markaðssetningu og uppbyggingu bókunarferlis.

Breytingar í rafrænni stjórnsýslu

Á ENSKU

Dinand Tinholt, CapGemini

Úrval opinberrar þjónustu á vefnum eykst stöðugt innan Evrópusambandsins en margt bendir til þess að vöxturinn sé ójafn. Í þessu erindi verður fjallað um breyt...

Stjórnun

Breytingar í rafrænni stjórnsýslu

13.40 - 14.05

Silfurberg A

Dinand Tinholt

CapGemini

Ég mæti

Opinber þjónusta á vefnum eykst sífellt innan landa Evrópusambandsins. Ítarlegar greiningar á notkun, gagnsæi og almennum gæðum slíkra lausna benda þó til þess að sá vöxtur sé ójafn og að mörg svæði innan Evrópusambandsins eigi enn langt í land. Ljóst er að hraða verður þróun lausna í á sviði rafrænnar opinberrar þjónustu, bæði til að halda í við og mæta þörfum einkageirans, en einnig til að mæta auknum kröfum og væntingum almennings. Þessum breytingum verða gerð góð skil þessu erindi þar sem fjallað verður um rafræna stjórnsýslu í Evrópu.

Hvernig tryggir Azure AD öryggi Office 365

Á ENSKU

Andreas Kjellman, Advania

Azure AD hjálpar þér að byggja upp öruggan og nútímavæddan vinnustað og í þessu erindi verður fjallað um Hvernig Azure AD styður við Office 365.

Tækni & öryggi

Hvernig tryggir Azure AD öryggi Office 365

13.40 - 14.05

Norðurljós

Andreas Kjellman

Advania

Ég mæti

Office 365 notar Azure AD fyrir auðkenna- og öryggismál. Í Azure AD eru margir eiginleikar sem hjálpa þér að byggja upp öruggan og nútímavæddan vinnustað. Í þessu erindi verður fjallað um Hvernig Azure AD styður við Office 365.

Einfaldara og ánægjulegra líf

Á ENSKU

TBA, NCR

Á hverjum degi eru framkvæmdar 700 milljón færslur um allan heim á búnaði frá NCR.

Þróun

Einfaldara og ánægjulegra líf

13.40 - 14.05

Kaldalón

TBA

NCR

Ég mæti

Á hverjum degi eru framkvæmdar 700 milljón færslur um allan heim á búnaði frá NCR. Meginverkefni fyrirtækisins er að einfalda líf fólks og gera bankaviðskipti, verslun og ferðalög ánægjulegri.

14:15


Össur - Proflex

Christophe Lecomte, Össur

Cristophe Lecomte mun gefa innsýn í þróunarferli á nýrri gerð stoðtækja sem sameinar háþróuð lífaflfræðileg efni og melmi.

Nýsköpun

Össur - Proflex

14.15 - 14.40

Silfurberg B

Christophe Lecomte

Össur

Ég mæti

Pro-Flex er byltingarkennd ný gerð af gervifæti sem þróuð er af Össur. Gervifóturinn er samsettur af háþróuðum efnum og melmum, og gefa niðurstöður til kynna að notkun hans hafi aukin jákvæð áhrif á notendur miðað við fyrri gerðir. Christophe Lecomte mun gefa gestum innsýn í þróunarferli gervifótsins, allt frá hugmynd að veruleika, og mun deila reynslusögum og sýna hvaða áhrif gervifóturinn hefur á líf notenda.

Að segja skilið við básinn - Verkefnamiðuð vinnuaðstaða

Hafsteinn Bragason, Íslandsbanki

Í erindi sínu mun Hafsteinn Bragason fjalla um vegferð Íslandsbanka þegar kemur að innleiðingu verkefnamiðaðrar vinnuaðstöðu sem gerir ráð fyrir að fjölbreytt ...

Stjórnun

Að segja skilið við básinn - Verkefnamiðuð vinnuaðstaða

14.15 - 14.40

Silfurberg A

Hafsteinn Bragason

Íslandsbanki

Ég mæti

Rannsóknir sýna að ávinningur verkefnamiðaðrar vinnuaðstöðu er mikill þar sem vel tekst til. Vinnuumhverfið verður heilsusamlegra og umhverfisvænna, meira svigrúm skapast fyrir nýsköpun og hugmyndasmíði, samskipti milli deilda og starfsfólks verða greiðari, gagnsæi eykst og afköst aukast - sem allt leiðir af sér ánægðara starfsfólk og betri árangur. Í erindi sínu mun Hafsteinn Bragason fjalla um vegferð Íslandsbanka þegar kemur að innleiðingu verkefnamiðaðrar vinnuaðstöðu sem gerir ráð fyrir að fjölbreytt aðstaða sé í boði til að mæta margvíslegum þörfum starfsfólks sem hjálpar þeim við að ná aukinni skilvirkni og ánægju í sínum störfum.

Gallar á núverandi DNS kerfi og leiðir til að auka öryggi

Einar Bjarni Halldórsson, ISNIC

DNSSEC er viðbót við DNS kerfið sem ætlað er að tryggja betur öryggi DNS kerfisins koma í veg fyrir DNS falsanir.

Tækni & öryggi

Gallar á núverandi DNS kerfi og leiðir til að auka öryggi

14.15 - 14.40

Norðurljós

Einar Bjarni Halldórsson

ISNIC

Ég mæti

Í þessu erindi verður fjallað um DNSSEC, viðbót við DNS kerfið sem ætlað er að tryggja betur öryggi DNS kerfisins sem er einn af burðarsteinum internetsins. DNSSEC hindrar m.a. DNS fölsun og gerir notendum kleift að staðfesta að svör frá nafnaþjónum komi sannarlega frá réttum nafnaþjóni. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir galla á DNS kerfinu sem DNSSEC lagar, hvernig DNSSEC virkar og hvaða breytingar notendur og rekstraraðilar DNS þjónustu þurfa að gera til að taka upp DNSSEC. Einnig verður rætt um innleiðingu DNSSEC hjá ISNIC, sem var forsenda þess að stjórnendur .is léna gætu notað DNSSEC.

Þróun upplýsinga og virðisaukandi þjónusta

Á ENSKU

TBA, LS Retail

LS Retail

Þróun

Þróun upplýsinga og virðisaukandi þjónusta

14.15 - 14.40

Kaldalón

TBA

LS Retail

Ég mæti

TBA

14:50


Vodafone

TBA, Vodafone

Nýsköpun

Vodafone

14.50 - 15.15

Silfurberg B

TBA

Vodafone

Ég mæti

TBA

Stafræn markaðssókn og rafræn viðskipti

Á ENSKU

Christian Beer, Dynamicweb

Í þessu erindi verður fjallað um áhrifin sem rafræn viðskipti og tískufyrirbæri hafa á stafræna væðingu verslunar. Tekin verða fyrir raunverulegu dæmi sem munu...

Stjórnun

Stafræn markaðssókn og rafræn viðskipti

14.50 - 15.15

Silfurberg A

Christian Beer

Dynamicweb

Ég mæti

Í þessu erindi verður fjallað um áhrifin sem rafræn viðskipti og tískufyrirbæri hafa á stafræna væðingu verslunar. Tekin verða fyrir raunverulegu dæmi sem munu veita þér innblástur til að hefja þína eigin stafrænu vegferð.

Netglæpir

Jökull Gíslason, Reykjavík Metropolitan Police

Yfirferð á helstu og algengustu netglæpum í dag og umræða um hvernig best sé að verjast þeim.

Tækni & öryggi

Netglæpir

14.50 - 15.15

Norðurljós

Jökull Gíslason

Reykjavík Metropolitan Police

Ég mæti

Enginn flokkur glæpa er í eins örum vexti og netglæpir, enda veitir netið óprúttnum aðilum þægilegt umhverfi til að ráðast gegn fjölmörgum einstaklingum eða fyrirtækjum. Tækni og aðferðafræði netþrjóta hefur þróast hratt að undanförnu og eru árásir á borð við innrásir í tölvupóstsamskipti fyrirtækja farnar eru að birtast á Íslandi. Í þessu erindi verða skoðuð nýleg raundæmi sem beitt hefur verið gegn íslenskum fyrirtækjum og vakinn verður athygli á einföldum varrúðarráðstöfunum. Einnig verður aðeins farið inn á árásir gegn einstaklingum og hvað er nýjast í þeim efnum. Besta leiðin til að tækla þessa glæpi eru forvarnir og aukin almenn þekking. G. Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur komið að rannsóknum margra slíkra brota og hefur skrifað margar greinar um slíka glæpi.

TBA

TBA, TBA

Þróun

TBA

14.50 - 15.15

Kaldalón

TBA

TBA

Ég mæti

TBA

15:15


Kaffihlé

Aðalfyrirlesari

Kaffihlé

15.15 - 15.45

2. hæð

Kaffihlé

15:45


Peningar framtíðarinnar

Á ENSKU

Neha Narula

Neha Narula er forstöðumaður Digital Currency Initiative hjá MIT og hún ætlar að fjalla um hugmyndina á bakvið peninga og gefa okkur innsýn í framtíð peningamála.

Aðalfyrirlesari

Peningar framtíðarinnar

15.45 - 16.20

Eldborg

Neha Narula

Hver er framtíð peningamála og hvaða hlutverk munu sýndargjaldmiðlar spila? Neha Narula talar um samband raunhagkerfisins og sýndargjaldmiðla. Hvað gerist ef bankar eru teknir út úr myndinni? Narula skoðar hugmyndina á bakvið peninga og reynir að skyggnast inn í framtíðina í peningamálum. Neha Narula stýrir Digital Currency Initiative hjá MIT sem fjallar sérstaklega um stafrænar myntir og blockchain tækni. Á sama tíma og hún kláraði PhD í tölvunarfræði frá MIT, smíðaði hún hröð, skalanleg kerfi og gagnagrunna. Hún er ein af leiðandi álitsgjöfum um blockchain tækni og stafrænar myntir og hefur haldið TED fyrirlestra um framtíð peninga.

16:20


Brjálæði eða stærðfræði: Ægivald gagnagnóttar

Á ENSKU

Alexander Nix, CEO Cambridge Analytica

Cambridge Analytica hefur hjálpað viðskiptavinum sínum að ná gríðarlega miklum árangri með því að nota gögn til að hafa áhrif á hegðun fólks.

Aðalfyrirlesari

Brjálæði eða stærðfræði: Ægivald gagnagnóttar

16.20 - 16.55

Eldborg

Alexander Nix, CEO Cambridge Analytica

Margir þekkja vafalaust vinnuna sem liggur á bak við það að hafa áhrif á hegðun neytenda. Slík vinna hefur lengi vel átt sér stað í afmörkuðum hópum sem reyna eftir bestu getu að spá fyrir um væntingar, langanir og hegðun viðskiptavina. Nú hefur ný tækni litið dagsins ljós sem gerir okkur kleift að hætta brjálæðislegri spámennsku og nýta stærðfræði til að hafa áhrif á hegðun fólks. Cambridge Analytica kortleggur hegðun og áhrifavalda neytenda út frá gagnagnótt (e. Big Data). Alexander Nix, forstjóri fyrirtækisins, mun segja frá tækninni, möguleikum hennar og ávinningi viðskiptavina fyrirtækisins, en meðal þeirra er enginn annar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.

17:00


Lokahóf Haustráðstefnu Advania í boði Dell

Glæsilegar veitingar og góð stemming í boði Dell.

Aðalfyrirlesari

Lokahóf Haustráðstefnu Advania í boði Dell

17.00 - 19.00

Norðurljós

Við sláum botninn í Haustráðstefnu Advania árið 2017 með glæsilegu lokahófi í boði Dell þar sem boðið verður upp á mat og drykk og frábæran félagsskap! Kjörið tækifæri til að skiptast á skoðunum á viðburðum dagsins.